Íslenska kalkþörungafélagið ehf. framleiðir áburð, dýrafóður, hráefni til frekari matvæla- og bætiefnavinnslu og hráefni til vatnshreinsunar. Dýrafóður fer að hluta beint út til Sádi-Arabíu, kalkþörungar til vatnshreinsunar að mestu til Frakklands og efni til frekari matvæla- og bætiefnavinnslu út til Bretlands. Það efni endar að lokum í matvælum og fæðubótarefnum um allan heim. Öðrum afurðum frá Bíldudal er endurpakkað úti á Írlandi og þaðan fluttar út á erlenda markaði.