Efnistaka Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. er unnin af dæluskipum Björgunar ehf. – Perlu og Sóley. Efnistaka á sér stað að meðaltali fjórum sinnum á ári. Efnistaka á sér ýmist stað á tveimur svæðum í Arnarfirði – við Langanes og í Reykjafirði. Dæluskipið kemur með farminn að landi og dælir þörungunum í hráefnislónið. Eftir að dælingu lýkur hefst mokstur úr lóninu til áframhaldandi framleiðslu.