Kalkþörungur (Lithothamnion) vex hægt í kalkþörungabreiðum. Lifandi er hann fallega rauðbleikur á lit en með tímanum situr eftir hvít stoðgrindin sem rík er af kalki og öðrum steinefnum. Það er einungis á þessu stigi sem hráefni er dælt upp af sjávarbotninum og það unnið vegna góðra eiginleika þess.